Enski boltinn

Líklegt að Eiður verði í byrjunarliðinu á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Nordic Photos / Getty Images
Enskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að líklegt sé að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Stoke á morgun.

Stoke mætir þá West Ham í fjórðu umferð ensku deildabikarkeppninnar. Tony Pulis, stjóri Stoke, ætlar að gefa leikmönnum sem lítið hafa spilað að undanförnu tækifæri á morgun.

Þetta yrði í fyrsta sinn sem Eiður væri í byrjunarliði Stoke síðan hann gekk í raðir félagsins frá Monaco í lok síðasta mánaðar.

Hann skoraði í leik með varaliðinu á dögunum og lék allan leikinn er Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 fyrr í mánuðinum.

Líklegt er að Tuncay, Danny Higginbotham, Glenn Whelan, Asmir Begovic, Andy Wilkinson og Dean Whitehead verði í byrjunarliði Stoke á morgun.

Einn Íslendingur er á mála hjá West Ham, Hólmar Örn Eyjólfsson, en hann hefur ekki fengið tækifæri með aðalliði félagsins á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×