Spánn leikur í fyrsta skipti til úrslita á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. júlí 2010 20:17 Spánverjar fagna sigurmarkinu í kvöld. Varnarmaðurinn Carles Puyol skallaði Spánverja í úrslitaleikinn á HM í kvöld er Spánn lagði Þýskaland, 1-0. Mark Puyol var laglegur skalli á 73. mínútu. Þetta er í fyrsta skipti sem Spánn kemst í úrslit á HM en Spánverjar mæta Hollendingum í úrslitaleiknum. Leikurinn fór rólega af stað og það bar helst til tíðinda að maður komst inn á völlinn eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Jimmy Jump kemur liggur þar sterklega undir grun. Á 6. mínútu átti Pedro magnaða stungusendingu á David Villa sem náði skoti á markið. Úthlaupið hjá Neuer var gott og hann bjargaði þar með Þjóðverjum. Yfirburðir Spánverja á upphafsmínútunum voru með hreinum ólíkindum. Þjóðverjar komust hreinlega ekki í boltann og fylgdust með sóknaraðgerðum Spánverja. Hinir ungu leikmenn Þjóðverja virkuðu yfirspenntir og ekki klárir í slaginn. Spánverjar fengu algjört dauðafæri eftir 13 mínútna leik. Iniesta með laglega sendingu fyrir markið. Puyol fékk frían skalla á markteig en setti boltann yfir. Lélegt hjá Puyol. Það var ekki fyrr eftir rúmlega hálftímaleik sem það sást lífsmark með þýsku sóknarmönnunum. Þá átti Trochowski fínt skot að marki utan teigs sem Casillas varði. Þetta var fyrsta skot Þjóðverja í leiknum. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru rólegar en uppbótartíminn hressandi. Þjóðverjar vildu fá víti er Ramos sparkaði í hælinn á Özil. Þjóðverjinn féll en Ungverjinn Viktor Kassai sá ekki ástæðu til þess að nota flautuna. Talsvert meira líf var í báðum liðum í upphafi síðari hálfleiks. Spánverjar þó sterkari sem fyrr og Alonso var ekki fjarri því að koma þeim yfir á 50. mínútu er skot hans fór rétt fram hjá markinu. Sókn Spánverja þyngdist með hverri mínútu og eftir 57. mínútna leik komust þeir í tvígang nærri því að skora en heppnin var með Þjóðverjum. Yfirburðir Spánverja algjörir á þessum kafla. Þjóðverjar hafa sýnt það í keppninni að þó svo þeir liggi til baka eru þeir afar hættulegir í skyndisóknum. Þeir fengu eina slíka er 25 mínútur voru eftir af leiknum. Boltinn endaði hjá varamanninum Kroos sem stóð einn fyrir framan markið en Casillas varði frá honum. Langbesta færi Þjóðverja. Á 73. mínútu átti Xavi frábæra hornspyrnu. Puyol kom á siglingunni inn í teiginn og stangaði boltann glæsilega í netið. 1-0 fyrir Spánverja og Puyol búinn að bæta fyrir klúðrið í fyrri hálfleik. Pedro fékk gullið tækifæri til þess að klára leikinn fyrir Spánverja er hann slapp einn í gegnum vörn Þjóðverja. Hann hafði Torres með sér gegn einum þýskum varnarmanni. Pedro ákvað að sleppa því að skjóta sem og gefa boltann. Það varð þess valdandi að hann missti boltann. Ótrúlega klaufalegt. Það skipti ekki máli því mark Puyol dugði liðinu. Þýskaland-Spánn 0-10-1 Carles Puyol (73.) HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira
Varnarmaðurinn Carles Puyol skallaði Spánverja í úrslitaleikinn á HM í kvöld er Spánn lagði Þýskaland, 1-0. Mark Puyol var laglegur skalli á 73. mínútu. Þetta er í fyrsta skipti sem Spánn kemst í úrslit á HM en Spánverjar mæta Hollendingum í úrslitaleiknum. Leikurinn fór rólega af stað og það bar helst til tíðinda að maður komst inn á völlinn eftir rúmlega þriggja mínútna leik. Jimmy Jump kemur liggur þar sterklega undir grun. Á 6. mínútu átti Pedro magnaða stungusendingu á David Villa sem náði skoti á markið. Úthlaupið hjá Neuer var gott og hann bjargaði þar með Þjóðverjum. Yfirburðir Spánverja á upphafsmínútunum voru með hreinum ólíkindum. Þjóðverjar komust hreinlega ekki í boltann og fylgdust með sóknaraðgerðum Spánverja. Hinir ungu leikmenn Þjóðverja virkuðu yfirspenntir og ekki klárir í slaginn. Spánverjar fengu algjört dauðafæri eftir 13 mínútna leik. Iniesta með laglega sendingu fyrir markið. Puyol fékk frían skalla á markteig en setti boltann yfir. Lélegt hjá Puyol. Það var ekki fyrr eftir rúmlega hálftímaleik sem það sást lífsmark með þýsku sóknarmönnunum. Þá átti Trochowski fínt skot að marki utan teigs sem Casillas varði. Þetta var fyrsta skot Þjóðverja í leiknum. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru rólegar en uppbótartíminn hressandi. Þjóðverjar vildu fá víti er Ramos sparkaði í hælinn á Özil. Þjóðverjinn féll en Ungverjinn Viktor Kassai sá ekki ástæðu til þess að nota flautuna. Talsvert meira líf var í báðum liðum í upphafi síðari hálfleiks. Spánverjar þó sterkari sem fyrr og Alonso var ekki fjarri því að koma þeim yfir á 50. mínútu er skot hans fór rétt fram hjá markinu. Sókn Spánverja þyngdist með hverri mínútu og eftir 57. mínútna leik komust þeir í tvígang nærri því að skora en heppnin var með Þjóðverjum. Yfirburðir Spánverja algjörir á þessum kafla. Þjóðverjar hafa sýnt það í keppninni að þó svo þeir liggi til baka eru þeir afar hættulegir í skyndisóknum. Þeir fengu eina slíka er 25 mínútur voru eftir af leiknum. Boltinn endaði hjá varamanninum Kroos sem stóð einn fyrir framan markið en Casillas varði frá honum. Langbesta færi Þjóðverja. Á 73. mínútu átti Xavi frábæra hornspyrnu. Puyol kom á siglingunni inn í teiginn og stangaði boltann glæsilega í netið. 1-0 fyrir Spánverja og Puyol búinn að bæta fyrir klúðrið í fyrri hálfleik. Pedro fékk gullið tækifæri til þess að klára leikinn fyrir Spánverja er hann slapp einn í gegnum vörn Þjóðverja. Hann hafði Torres með sér gegn einum þýskum varnarmanni. Pedro ákvað að sleppa því að skjóta sem og gefa boltann. Það varð þess valdandi að hann missti boltann. Ótrúlega klaufalegt. Það skipti ekki máli því mark Puyol dugði liðinu. Þýskaland-Spánn 0-10-1 Carles Puyol (73.)
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Freyr himinlifandi með íslensku strákana Fótbolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Sjá meira