Fótbolti

Rekinn fyrir að taka Neymar úr hópnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ungstirnið sem Chelsea vildi fá er skapheitt.
Ungstirnið sem Chelsea vildi fá er skapheitt.

Forráðamenn brasilíska liðsins Santos eru ekkert að leika sér en þeir hafa nú rekið þjálfara liðsins þar sem hann neitaði að taka ungstirnið Neymar inn í liðið í síðasta leik.

Forsaga málsins er sú að hinn 18 ára gamli Neymar trompaðist er hann fékk ekki að taka víti í leik á dögunum. Hann snéri baki í markið þegar félagi hans tók spyrnuna, fór síðan og hellti sér yfir þjálfarann. Svo æstur var Neymar að aðstoðardómarinn varð að halda aftur af honum.

Þjálfarinn tók hann úr hópnum í kjölfarið og sektaði hann. Sleppti því síðan að velja hann í hópinn í næsta leik á eftir og það kostaði hann starfið.

Áhugaverð vinnubrögð hjá brasilíska liðinu sem sögðu sektina hafa verið nóg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×