Enski boltinn

Diouf: Carragher eins og tómatsósa eða sinnep

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
El-Hadji Diouf.
El-Hadji Diouf. Nordic Photos / Getty Images
El-Hadji Diouf úthúðaði Jamie Carragher, fyrirliða Liverpool, í viðtali við The Sun og sagði hann hafi ekkert gert með líf sitt.

Liverpool fer í heimsókn til Blackburn þann 5. janúar næstkomandi en og verður það fjórði leikur liðsins á ellefu dögum.

Það er yfirleitt mikill hiti í mönnum þegar þessi lið mætast, ekki síst Diouf sjálfum en hann lék á sínum tíma með Liverpool.

Carragher sagði í sjálfsævisögu sinni að hann hefði aldrei áður hitt leikmann sem væri jafn mikið sama um hvort að lið hans tapaði eða ynni leiki.

Diouf beið í nokkur ár með að svara fyrir sig en það gerði hann nú þegar hann fór í viðtal við götublaðið The Sun.

„Ef Liverpool væri með tíu leikmenn eins og Carragher myndi það aldrei vinna neitt," sagði Diouf. „Í mínum bókum er Carragher ekkert - merkingalaus. Hann er eins og tómatsósa eða sinnep fyrir venjulega manneskju."

„Ég lék með Liverpool í tvö ár og Carragher talaði aldrei við mig. Sumir eru þannig. Við vorum ekki með liðsheild hjá Liverpool. Ensku leikmennirnir voru á einum stað og þeir frönsku annars staðar."

„Carragher er bara náungi sem finnst gaman að tala. En Carragher selur ekki blöð og hann selur ekki treyjur. Hann var afbrýðissamur og þess vegna talaði hann ekki við mig. Þegar ég kom til Liverpool var ég stærra nafn en hann og á hærri launum. Ég hafði farið með liði mínu á HM og í úrslit Afríkukeppninnar."

„Því getur Carragher ekki gagnrýnt mig því hann hefur ekkert gert með líf sitt. Ég ætla ekki að hlusta á það sem hann hefur að segja - ég ætla að hlusta á þá stóru í knattspyrnuheiminum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×