Enski boltinn

Poulsen: Ég get líka spilað teknískan fótbolta

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Poulsen er vanur því að spila í rauðu.
Poulsen er vanur því að spila í rauðu. GettyImages
Christian Poulsen, nýjasti leikmaður Liverpool, segist vonast til þess að halda áfram að spila vel undir stjórn Roy Hodgson. Poulsen spilaði með FC Kaupmannahöfn þegar Hodgson stýrði liðinu í byrjun aldarinnar.





"Ég spilaði í tvö góð ár undir stjórn hans og vonandi heldur það áfram. Ég vona að hann verði ánægður með það sem ég geri," sagði Poulsen á opinberri heimasíðu Liverpool.





"Roy þurfti ekki að gera mikið til að sannfæra mig til að koma af því Liverpool er þekkt um allan heim, og fyrir fólki í Danmörku er það stærsti klúbburinn á Englandi," sagði miðjumaðurinn.



Hann hefur oft verið gagnrýndur fyrir glórulausar tæklingar og rauð spjöld.

Hér má sjá eitt þeirra í landsleik Dana og Svía sem var flautaður af í kjölfarið. Þá réðst reiður Dani á dómarann sem dæmdi Svíum þar með sigur.





"Ég get líka spilað teknískan bolta. Ég lít á sjálfan mig sem mann sem reynir að spila fótbolta en ég get líka látið finna fyrir mér," segir Poulsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×