Innlent

Ekkert bólar á bíræfnum þjófum

Lögreglan rannsakar enn bíræfinn þjófnað sem átti sér stað við Herdísarvík á tímabilinu átta um kvöldið á mánudag til klukkan átta um morguninn daginn eftir.

Þjófarnir brutust inn í vinnubúðir við Herdísavík sem eru á vegum verktaka við Suðurstrandarveg. Þjófarni stálu meðal annars uppþvottavél, frystikistum, þvottavélum, þurrkurum, gaseldavél, flatskjá og margt fleira.

Það er ljóst að stór vöruflutningabíll hefur verið notaður til verksins. Þegar haft var samband við lögregluna hafði þeim borist fjölmargar ábendingar sem verið væri að rannsaka.

Ekki væri búið að handtaka þjófana stórtæku. Lögreglan biður þá sem veitt geta upplýsingar um þennan bíræfna þjófnað að hafa samband við lögreglu á Selfossi í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×