Enski boltinn

Kuyt gæti spilað á móti Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt
Dirk Kuyt Mynd/AFP
Dirk Kuyt vonast til þess að geta spilað á ný með Liverpool þegar liðið tekur á móti toppliði Chelsea á Anfield um þar næstu helgi. Kuyt hefur verið frá síðan í byrjun mánaðarins eftir að hafa meiðst í leik með hollenska landsliðinu en í fyrstu var búist við því að hann yrði frá í heilan mánuð.

Roy Hodgson er mjög ánægður með ganginn á endurhæfingu hollenska framherjans. „Dirk Kuyt er búinn að ná ótrúlega fljótum bata," sagði Roy Hodgson við heimasíðu Liverpool.

„Hann ætti ekki að vera orðinn svona góður í ökklanum en þetta lítur allt mjög vel út hjá honum. Hann verður samt ekki klár um næstu helgi en ætti að geta spilað um þá þar næstu," sagði Roy Hodgson.

Það er enn óvíst hvort Glen Johnson geti spilað á móti Bolton um helgina en enski landliðsbakvörðurinn hefur misst af síðustu þremur leikjum liðsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×