Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður frá í þrjár til fjórar vikur. Grétar sleit liðbönd í hné í tapi KR gegn Breiðabliki í Lengjabikarnum í gær.
Grétar er í kapphlaupi við tímann til að verða klár fyrir fyrsta leik KR í Íslandsmótinu sem er gegn Haukum mánudaginn 10. maí.