Enski boltinn

Stjórn Liverpool hittist í kvöld og fer yfir öll tilboð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk mikið á í kringum Martin Broughton í morgun.
Það gekk mikið á í kringum Martin Broughton í morgun. Mynd/AP
Martin Broughton, stjórnarformaður Liverpool, hefur gefið það út að það verður stjórnarfundur hjá Liverpol í kvöld þar sem að þeir ætli að fara yfir öll tilboð í félagið. Salan á félaginu til eigenda bandaríska hafnarboltafélagsins Boston Red Sox er því í uppnámi þrátt fyrir að hún hafi fengið grænt ljós fyrir dómstólum í dag.

John W Henry og félagar í eignarhaldsfélaginu New England Sports Ventures buðu 300 milljónir punda í félagið og stjórnin ákvað í fyrstu að selja þeim félagið. Í gær kom hinsvegar upp nýtt og endurbætt tilboð frá Peter Lim, milljarðamæringi frá Singapúr, sem bauð 320 milljónir punda í Liverpool.

„Stjórnin mun hittast og fara yfir málin í kvöld. Ég get ekki sagt neitt til um hvað stjórnin mun ákveða enda væri það ekki viðeigandi. Við munum finna réttu eigenduna fyrir stuðningsmennina," sagði Martin Broughton.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×