Enski boltinn

Portsmouth reynir að semja við lánadrottna sína

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stuðningsmenn Portsmouth munu sjá fram á erfiða tíma næstu árin.
Stuðningsmenn Portsmouth munu sjá fram á erfiða tíma næstu árin. GettyImages
Portsmouth hefur gert þeim aðilum sem félagið skuldar tilboð um að borga þeim 20% af skuldum sínum. Það þýðir að Portsmouth myndi borga 20 pens af hverju pundi sem það skuldar lánadrottnum sínum.

Ef tilboðið verður samþykkt losnar Portsmouth úr greiðslustöðvun. Pensin 20 fyrir hvert pund verður borgað yfir 5 ár, en 75% af þeim lánadrottnum sem Portsmouth skuldar þurfa að samþykkja tilboðið.

Vinna er þegar hafin við að fá samþykki lánadrottnanna. Portsmouth myndi fá töluverðan afslátt af skuldum sínum með þessu móti en félagið skuldar um 119 milljónir punda.

Verði tilboðið samþykkt myndi félagið borga rúmar 20 milljónir af þessum 119 sem á að safna með því að selja leikmenn og ýmislegt fleira.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×