Enski boltinn

Moyes hefur áhyggjur af Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton.
David Moyes, stjóri Everton. Nordic Photos / Getty Images
David Moyes, stjóri Everton, segir að hann hafi miklar áhyggjur af því hversu illa liðinu hefur gengið í upphafi leiktíðar í Englandi.

Liðið er í nítjánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins fengið tvö stig úr fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. Liðið tapaði svo fyrir C-deildarliðinu Brentford í ensku deildabikarkeppninni í gær.

„Ég hef alltaf áhyggjur af þessu og allir stjórar myndu gera slíkt hið sama í minni stöðu," sagði Moyes við enska fjölmiðla eftir leikinn í gær.

„Maður vill safna stigum í deildinni og detta ekki úr leik í bikarkeppnum. Við ætluðum okkur að byrja mjög vel á þessari leiktíð og höguðum undirbúningi okkar öðruvísi en oft áður. Við áttum von á því að byrja tímabilið vel."

„En nú á ég mikið starf fyrir höndum. Ég mun bera ábyrgðina á gengi liðsins og ég mun reyna að snúa því við."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×