Enski boltinn

Koeman hefur áhuga á að stýra Villa

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronald Koeman.
Ronald Koeman. Nordic Photos / AFP
Hollendingurinn Ronald Koeman segist hafa áhuga á því að gerast knattspyrnustjóri Aston Villa.

Koeman er fyrrum leikmaður hollenska landsliðsins og hefur á ferlinum þjálfað Ajax, Benfica og Valencia.

Martin O'Neill hætti óvænt með Aston Villa í síðasta mánuði og á félagið enn eftir að ráða eftirmann hans. Ólíklegt er talið að Kevin MacDonald, núverandi stjóri, fái fastráðningu í starfinu.

Koeman segir að félagið hafi haft samband við umboðsmann hans fyrir um viku síðan.

„Ég hef auðvitað áhuga á að hlusta á alla. Enska úrvalsdeildin er mjög sterk og ég hef áhuga á að starfa í henni," sagði hann.

„Það var haft samband við umboðsmanninn minn fyrir um viku síðan en meira veit ég ekki um málið. Ef þeir hafa áhuga munu þeir hafa samband."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×