Enski boltinn

Defour veit af áhuga Manchester United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Defour fagnar marki með Standard Liege.
Steven Defour fagnar marki með Standard Liege. Mynd/Nordic Photos/Getty
Belgíski miðjumaðurinn Steven Defour hjá Standard Liege veit af því að hann sé undir smásjánni hjá Manchester United en segist ekkert hafa þó heyrt í fulltrúm Manchester United.

Steven Defour er 22 ára gamall og hefði kannski farið til United í síðasta janúarglugga ef hann hefði ekki fótbrotnað. Defour er nú heill og kominn í sitt besta form. Það er að heyra á honum að hann vilji komast í stærra félag.

„Ég veit af því að Manchester United er að fylgjast náið með mér. Þeir hafa samt ekki haft samband við mig," sagði Steven Defour. „Ég var lengi frá vegna meiðsla en er nú farinn að spila af fullum styrk að nýju. Ég á góða möguleika á að fara í stærra lið ef ég held áfram að spila jafnvel," sagði Defour.

„Ég hef fengið tækifæri ofar en einu sinni til að yfirgefa Standard á síðustu árum en ég elskaði félagið of mikið til að fara. Nú er ég hinsvegar orðinn 22 ára gamall og þarf líka að fara hugsa um sjálfan mig. Það kemur alltaf að þeim tímapunkti þegar þú þarf að fara að taka næsta skref á þínum ferli," sagði Steven Defour.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×