Fótbolti

Tabarez: Fjórða sætið er ekki eins og hin þrjú sætin

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tabarez.
Tabarez. GettyImages
"Við berjumst upp á líf og dauða í kvöld," segir Oscar Tabarez, landsliðsþjálfari Úrúgvæ. Hann stýrir liðinu í næst síðasta leik HM í kvöld, leiknum um þriðja sætið við Þjóðverja. "Fjórða sætið er ekki eins og hin sætin. Við munum fara inn í leikinn af sömu ákveðnu og alla aðra leiki," sagði þjálfarinn. "Þjóðverjar munu gera okkur erfitt fyrir og þetta verður mjög erfiður leikur." Diego Forlán er tæpur fyrir leikinn vegna meiðsla líkt og Miroslav Klose hjá Þjóðverjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×