Fótbolti

Fabregas og Torres biðla til þjálfarans um byrjunarsæti í úrslitaleiknum

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Inn og út. Byrjar annar hvor þeirra?
Inn og út. Byrjar annar hvor þeirra? GettyImages
Cesc Fabregas og Fernando Torres hafa báðir biðlað til Vicente del Bosque landsliðsþjálfara um að byrja úrslitaleikinn gegn Hollandi annað kvöld. Fabregs hefur komið við sögu í öllum leikjunum nema einum en Torres missti sæti sitt í byrjunarliðinu í undanúrslitunum eftir að hafa byrjað fimm leiki án þess að ná að skora. Báðir keppa þeir við Pedro um sæti í liðinu. "Ef ég er svo heppinn að byrja leikinn mun ég gefa allt sem ég hef. En ef ég þarf að byrja á bekknum verður að hafa það. Ég get ekkert gert nema biðla um tækifæri til að spila þennan ótrúlega leik," sagði Fabregas. Torres ku hafa talað við þjálfarann á hóteli Spánverja í gær. Hann mun hafa óttast um byrjunarliðssæti sitt og vonast til að gera þjálfara sínum eins erfitt fyrir og hann getur að velja liðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×