Enski boltinn

Wright: Hansen kallaði Walcott heimskan

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Wright er að halda sér á golfvellinum.
Wright er að halda sér á golfvellinum.

Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, er ekki par sáttur við Alan Hansen, fyrrum varnarmann Liverpool og álitsgjafa hjá BBC.

Hansen var ekki til í að hrósa Theo Walcott nóg fyrir þrennuna um helgina og sagði að það væru enn of margir gallar í leik vængmannsins.

Hansen sagði að Walcott skorti einbeitingu og tæki sjaldan réttar ákvarðanir þegar hann væri undir pressu.

"Strákurinn skorar þrennu og er svo slátrað af Hansen. Þetta voru algjörlega óþarfar niðurlægingar hjá honum," sagði Wright reiður.

"Ég les það út úr orðum Hansen að hann sé að segja að strákurinn sé heimskur. Það er afar móðgandi og hreinlega rangt af honum að haga sér svona. Ég er viss um að hinn ungi Theo sat stjarfur fyrir framan sjónvarpið og velti fyrir sér hvað hann þyrfti eiginlega að gera til þess að losna við slíka gagnrýni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×