Fótbolti

Bronckhorst stoltur eftir síðasta leik ferilsins

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Bronckhorst eftir leikinn í gær.
Bronckhorst eftir leikinn í gær. AFP
Giovanni van Bronckhorst er hættur knattspyrnuiðkun en hans síðasta verk var að tapa á móti Spánverjum í úrslitaleik HM í gær. Það er engin skömm í því bendir bakvörðurinn réttilega á.

Van Bronckhorst hefur spilað víða á ferlinum. Hann byrjaði ungur hjá RKC Waalwijk, fór þaðan til Feyenoord, þá til Rangers í Skotlandi og árið 2001 til Arsenal.

Hann var þar í tvö ár og var svo hjá Barcelona til ársins 2007. Þá fór hann aftur til Feyenoord þar sem hann lauk ferlinum.

Hann spilaði 106 landsleiki fyrir Holland.

Hann gekk stoltur af velli í gær.

"Við vorum nálægt því að verða heimsmeistarar, en þetta gekk ekki alveg upp. Það er mjög svekkjandi. Ég er mjög stoltur af liðinu og öllu því sem það afrekaði. Við komumst langt og gáfum allt í þetta," sagði Bronckhorst.

"Ef við hefðum skorað fyrst hefði þetta kannski endað öðruvísi," sagði bakvörðurinn knái. "Við gengum stoltir af velli og það er engin skömm að tapa fyrir Spáni. Ég er ótrúlega stoltur af liðinu og öllu því sem ég hef afrekað líka."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×