Enski boltinn

Defoe frá næstu vikurnar - opnast gluggi fyrir Eið?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Defoe er meiddur.
Defoe er meiddur.

Jermain Defoe, sóknarmaður Tottenham, er meiddur og verður frá næstu vikurnar.

Defoe er markahæsti leikmaður Tottenham á tímabilinu með 23 mörk í öllum keppnum.

Tom Huddlestone, David Bentley, Aaron Lennon, Ledley King og Jonathan Woodgate veita Defoe félagsskap á meiðslalistanum.

Þessi meiðsli Defoe gæti stuðlað að því að Eiður Smári Guðjohnsen fari að fá fleiri mínútur í búningi Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×