Bókin um Akranes kostar 100 milljónir - 23 ár í vinnslu Erla Hlynsdóttir skrifar 22. nóvember 2010 15:32 Gunnlaugur Haraldsson hefur verið í 23 ár að rita fyrstu tvö bindin af sögu Akraness Mynd: GVA Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. Tíu ár þar á undan vann Jón Böðvarsson að verkinu. Ef kostnaðinum við ritunina er dreift niður á íbúa Akranesskaupstaðar jafngildir hann því að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu greiði um 15 þúsund krónur fyrir verkið, en á Akranesi búa nú um 6.550 manns. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða rituð, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Bæjarráð Akranesskaupstaðar hefur falið bæjarstjóra Akraness að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu fyrstu tveggja bindanna. Annar aðaleigenda Uppheima hefur lengi búið á Akranesi og fyrstu starfsár fyrirtækisins sá það um útgáfu Árbókar Akurnesinga og gerir enn. Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra er það hluti af ástæðunni fyrir því að byrjað verður á að reyna að ná samningum við Uppheima. „Ekki hrist fram úr erminni" Spurður hvort honum finnist réttlætanlegt að bæjarfélagið greiði hátt í hundrað milljónir fyrir ritun sögu Akranesskaupstaðar segir Árni Múli erfitt að leggja á það mat og bendir á að aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann tók við sem bæjarstjóri. „Ég hef ekki grænan grun um hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Við viljum bara fara að koma þessu út og gleðja bæjarbúa. Það sem ég hef séð af þessu verki heillaði mig. Það er greinilegt að þetta er ekki hrist fram úr erminni," segir Árni Múli. Ef ekki nást góðir samningar við Uppheima verður leitað til annarra útgáfufélaga. Kostnaður við útgáfu leggst ofan á milljónirnar 96. Sú upphæð miðast við uppreiknaðan kostnað miðað við meðalvísitölu hvers árs frá árinu 1987 og til dagsins í dag. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út á fyrri hluta næsta árs. Söguritari hefur meðfram vinnu sinni við ritun fyrstu tveggja bindanna viðað að sér upplýsingum sem talið er að geti nýst ef verður af ritun seinni bindanna tveggja. Vísir greindi síðast í janúar frá kostnaði við ritun sögu Akranesskaupstaðar og var hann kominn upp í tæpar 80 milljónir samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Uppfært 23. nóvember: Kristján Kristjánsson, annar aðaleigandi Uppheima, vill koma á framfæri: „Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur unnið að ritun sögu Akraness síðan 1997. Þar áður fékkst Jón Böðvarsson við verkefnið - frá árinu 1987, og eitt bindi var gefið út. Eins og lesa má um í fundargerðum ritnefndar á vef Akranekaupstaðar liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Haraldssyni m.a,. að þriðja bindið er nú þegar skrifað og söfnun efnis í það fjórða vel á veg komið." Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Loks sér fyrir endann á ritun fyrstu tveggja bindanna í sögu Akranesskaupstaðar en söguritari leggur þessa dagana lokahönd á verkið. Endanlegur kostnaður við ritun þessara tveggja binda, og undirbúning hennar fyrir útgáfu, verður um 96 milljónir. Gunnlaugur Haraldsson hefur unnið að ritun verksins frá árinu 1997 og fer stærsti hluti greiðslunnar til hans. Tíu ár þar á undan vann Jón Böðvarsson að verkinu. Ef kostnaðinum við ritunina er dreift niður á íbúa Akranesskaupstaðar jafngildir hann því að hvert mannsbarn í bæjarfélaginu greiði um 15 þúsund krónur fyrir verkið, en á Akranesi búa nú um 6.550 manns. Enn eru óunnin seinni tvö bindin af sögu Akraness og er óvíst hvort þau verða rituð, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Bæjarráð Akranesskaupstaðar hefur falið bæjarstjóra Akraness að ganga til samninga við Uppheima ehf. um útgáfu fyrstu tveggja bindanna. Annar aðaleigenda Uppheima hefur lengi búið á Akranesi og fyrstu starfsár fyrirtækisins sá það um útgáfu Árbókar Akurnesinga og gerir enn. Að sögn Árna Múla Jónassonar bæjarstjóra er það hluti af ástæðunni fyrir því að byrjað verður á að reyna að ná samningum við Uppheima. „Ekki hrist fram úr erminni" Spurður hvort honum finnist réttlætanlegt að bæjarfélagið greiði hátt í hundrað milljónir fyrir ritun sögu Akranesskaupstaðar segir Árni Múli erfitt að leggja á það mat og bendir á að aðeins eru örfáir mánuðir síðan hann tók við sem bæjarstjóri. „Ég hef ekki grænan grun um hvað er eðlilegt í þessu sambandi. Við viljum bara fara að koma þessu út og gleðja bæjarbúa. Það sem ég hef séð af þessu verki heillaði mig. Það er greinilegt að þetta er ekki hrist fram úr erminni," segir Árni Múli. Ef ekki nást góðir samningar við Uppheima verður leitað til annarra útgáfufélaga. Kostnaður við útgáfu leggst ofan á milljónirnar 96. Sú upphæð miðast við uppreiknaðan kostnað miðað við meðalvísitölu hvers árs frá árinu 1987 og til dagsins í dag. Gert er ráð fyrir að fyrstu tvö bindin komi út á fyrri hluta næsta árs. Söguritari hefur meðfram vinnu sinni við ritun fyrstu tveggja bindanna viðað að sér upplýsingum sem talið er að geti nýst ef verður af ritun seinni bindanna tveggja. Vísir greindi síðast í janúar frá kostnaði við ritun sögu Akranesskaupstaðar og var hann kominn upp í tæpar 80 milljónir samkvæmt þeim gögnum sem þá lágu fyrir. Uppfært 23. nóvember: Kristján Kristjánsson, annar aðaleigandi Uppheima, vill koma á framfæri: „Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur hefur unnið að ritun sögu Akraness síðan 1997. Þar áður fékkst Jón Böðvarsson við verkefnið - frá árinu 1987, og eitt bindi var gefið út. Eins og lesa má um í fundargerðum ritnefndar á vef Akranekaupstaðar liggur fyrir, samkvæmt upplýsingum frá Gunnlaugi Haraldssyni m.a,. að þriðja bindið er nú þegar skrifað og söfnun efnis í það fjórða vel á veg komið."
Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira