Enski boltinn

Jamie Carragher með þrjú mörk í mínus hjá Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher horfir hér á eftir boltanum fara í eigið mark.
Jamie Carragher horfir hér á eftir boltanum fara í eigið mark. Mynd/Nordic Photos/Getty
Jamie Carragher skoraði enn á ný í vitlaust mark í 2-1 sigri Liverpool á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni. Sjálfsmark Carragher kom samt ekki að sök því Fernando Torres náði að tryggja Liverpool sigurinn með langþráðu marki.

Þetta var sjöunda sjálfsmark Jamie Carragher í ensku úrvalsdeildinni á ferlinum og á sama tíma hefur hann aðeins náð því að skora fjórum sinnum í mark andstæðinganna. Carragher er því með þrjú mörk í mínus hjá Liverpool. Það má sjá sjálfsmarkið hans Carragher með því að smella hér.

Richard Dunne hjá Aston Villa skoraði sitt áttunda sjálfsmark um helgina og er því áfram einu marki á undan Carragher. Dunne hefur hinsvegar skorað níu mörk sjálfur í ensku úrvalsdeildinni og er því í plús ólíkt Liverpool-manninum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×