Enski boltinn

Eiður á bekknum á morgun

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen.

Eiður Smári Guðjohnsen verður á bekknum þegar að Stoke City tekur á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þetta kemur fram í enskum fjölmiðlum í dag en þeir segja að Tony Pulis, stjóri Stoke, muni á morgun stilla upp óbreyttu liði frá síðasta leik. Þá vann Stoke 2-1 sigur á Aston Villa en það var fyrsti sigur tímabilsins hjá liðinu.

Ísraelsmennirnir Avram Grant knattspyrnustjóri og Tal Ben Haim varnaramaður verða ekki með West Ham á morgun þar sem að þeir munu halda upp á Yom Kippur, dag iðrunar í gyðingatrú.

West Ham er í neðsta sæti deildarinnar með ekkert stig að loknum fjórum umferðum. Liðið hefur hins vegar í þrjú af síðustu fjórum útileikjum þess gegn Stoke.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×