Enski boltinn

Ég varð að sanna mig fyrir Stevie G og Rio

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jay Bothroyd.
Jay Bothroyd. Mynd/AP
Jay Bothroyd, leikmaður Cardiff City, var ánægður eftir fyrstu æfingu sína með enska landsliðinu í dag en Fabio Capello valdi hann óvænt í landsliðshóp sinn á móti Frökkum á miðvikudaginn. Bothroyd sem er 28 ára gamall hefur skorað 13 mörk í 14 leikjum í ensku b-deildinni á þessu tímabili.

„Þetta kom auðvitað mikið á óvart þar sem ég er að spila í b-deildinni. Ég var himinlifandi þegar ég fékk símtalið og það var besti dagurinn á ferlinum," sagði Jay Bothroyd í viðtali við Sky Sports.

„Þegar þú hittir leikmenn eins og Stevie G [Gerrard] og Rio [Ferdinand] þá þarftu að sanna þig og sýna hvað þú getur. Ég var mjög ánægður með æfinguna og það yrði frábært ef að ég fæ að fara inn á í leiknum á miðvkudaginn," sagði Bothroyd.

„Ég er kannski 28 ára gamall en mér líður enn eins og ég sé ekki degi eldri en tvítugur. Ég gerði mörg mistök þegar ég var yngri en ég hef lært af þeim og er orðinn miklu þroskaðari í dag," sagði Bothroyd sem var á sínum tíma hjá Arsenal.

„Ég hef upplifað margar lægðir í mínu lífi síðustu árin en ég hef tekið meðvitaða ákvörðun um að breyta lífi mínu innan og utan vallar," sagði Bothroyd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×