Enski boltinn

Owen verður ekki seldur í janúar

Henry Birgir Gunnarsso skrifar

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, segir það ekki koma til greina af sinni hálfu að selja Michael Owen í janúarglugganum en einhverjir fjölmiðlar hafa haldið því fram að Owen færi frá Old Trafford í janúar.

Owen hefur, eins og svo oft áður á ferlinum, verið að glíma við meiðsli en er loksins kominn á fullt á nýjan leik. Samningur hans við félagið rennur út næsta sumar og héldu einhverjir að United myndi reyna að fá eitthvað fyrir hann í janúar. Þeir smáaurar skipta United greinilega ekki máli.

"Hann lítur mjög vel út. Hann æfði mjög vel í síðustu viku og ég held að menn séu búnir að gleyma því hversu góður leikmaður hann er," sagði Ferguson.

"Meiðslin með hásinina hafa verið martröð fyrir hann og það er kominn tími á smá gæfu handa honum. Ef hann heldur sér í standi þá trúi ég því að hann eigi eftir að reynast okkur dýrmætur það sem eftir lifir leiktíðar. Það er enn í fínu lagi með vélina í honum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×