Innlent

Björgvin G. Sigurðsson víkur af Alþingi

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að víkja tímabundið af Alþingi.

Í yfirlýsingu sem Björgvin sendi frá sér nú síðdegis segir hann að þingmannanefnd um rannsóknarskýrslu Alþingis þurfi nú að fjalla um ábyrgð ráðherra. Mikilvægt sé að til þeirrar vinnu sé vandað og ekkert megi verða til þess að draga úr trúverðugleika þeirrar vinnu.

Björgvin segist því telja rétt að víkja sæti á meðan að þingmenn komist að niðurstöðu í málinu.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×