Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu 28. desember 2010 16:00 Grímur vonast til að halda Airwaves-tónleika í Hörpu á næsta ári. „Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. Að sögn Gríms verður ákveðið á nýju ári hvort Harpan verði næsti viðkomustaður hátíðarinnar. „Við fórum þangað og skoðuðum. Salirnir komu dálítið á óvart. Þeir eru dálítið flottir, sérstaklega hliðarsalirnir. Þeir eru mjög stórir og góðir og gætu gert lukku," segir hann. Salirnir taka annars vegar 1.500 manns standandi og hins vegar rúmlega 1.000 manns og því um stór rými að ræða sem gætu nýst Grími og aðstoðarfólki hans vel. „Við verðum kannski ekki þarna klukkan þrjú um nóttina en með þessu væri hægt að fjölga aðeins áhorfendum, sem er mikilvægt fyrir okkur rekstrarlega séð." Forsvarsmenn Hörpunnar vilja að sem flestar tónlistarstefnur fái að njóta sín í húsinu, þar á meðal popp- og rokktónlist, og yrði koma Airwaves-hátíðarinnar þangað því til að undirstrika þann vilja. Spurður hvers konar flytjendur myndu fá að spreyta sig í Hörpunni segir Grímur ekkert ákveðið um það. Sænska söngkonan Robyn, sem söng í Listasafni Reykjavíkur í haust, hefði þó vel getað sómt sér þar að hans mati. „Það hefði verið gaman að hafa hana í aðeins stærri húsi." - fb Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
„Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves. Að sögn Gríms verður ákveðið á nýju ári hvort Harpan verði næsti viðkomustaður hátíðarinnar. „Við fórum þangað og skoðuðum. Salirnir komu dálítið á óvart. Þeir eru dálítið flottir, sérstaklega hliðarsalirnir. Þeir eru mjög stórir og góðir og gætu gert lukku," segir hann. Salirnir taka annars vegar 1.500 manns standandi og hins vegar rúmlega 1.000 manns og því um stór rými að ræða sem gætu nýst Grími og aðstoðarfólki hans vel. „Við verðum kannski ekki þarna klukkan þrjú um nóttina en með þessu væri hægt að fjölga aðeins áhorfendum, sem er mikilvægt fyrir okkur rekstrarlega séð." Forsvarsmenn Hörpunnar vilja að sem flestar tónlistarstefnur fái að njóta sín í húsinu, þar á meðal popp- og rokktónlist, og yrði koma Airwaves-hátíðarinnar þangað því til að undirstrika þann vilja. Spurður hvers konar flytjendur myndu fá að spreyta sig í Hörpunni segir Grímur ekkert ákveðið um það. Sænska söngkonan Robyn, sem söng í Listasafni Reykjavíkur í haust, hefði þó vel getað sómt sér þar að hans mati. „Það hefði verið gaman að hafa hana í aðeins stærri húsi." - fb
Lífið Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira