Íslenski boltinn

KR-ingar byrjaðir að slá markametin - búnir að skora 54 mörk á árinu 2010

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í sigrinum á FH á dögunum.
Guðjón Baldvinsson skoraði tvö mörk í sigrinum á FH á dögunum. Mynd/Daníel
KR-ingar hafa farið á kostum á undirbúningstímabilinu í fótboltanum en liðið vann Reykjavíkurmeistaratitilinn og er komið alla leið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir að hafa unnið erkifjendurna í FH og Val, samtals 7-1, í 8 liða og undanúrslitum keppninnar.

KR-liðið hefur safnað að sér sóknarmönnum fyrir tímabilið og hefur í kjölfarið spilað bullandi sóknarbolta á vormótunum. Nú er svo komið að liðið hefur aldrei skorað fleiri mörk á vormótum en í ár. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu KR.

KR-liðið skoraði 20 mörk á Reykjavíkurmótinu og hefur skorað 34 mörk í Lengjubikarnum en liðið á eftir að spila úrslitaleikinn sem verður gegn Breiðabliki á laugardaginn. Gamla félagsmetið er síðan vorið 2004 en þá skoruðu KR-ingar 25 mörk í Deildabikarnum og 28 mörk á Reykjavíkurmótinu eða samtals 53 mörk á vormótunum.

17 leikmenn KR hafa skorað á þessu ári: Gunnar Kristjánsson 10, Björgólfur Takefusa 7, Kjartan Henry Finnbogason 7, Baldur Sigurðsson 5, Óskar Örn Hauksson 4, Guðjón Baldvinsson 3, Gunnar Örn Jónsson 3, Ingólfur Sigurðsson 3, Viktor Bjarki Arnarsson 3, Davíð Birgisson 2, Bjarni Guðjónsson, Dofri Snorrason, Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Guðmundur Pétursson, Jordao Diogo, Mark Rutgers, Skúli Jón Friðgeirsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×