Enski boltinn

Vidic og Ferguson rifust fyrir Leeds-leikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

The Daily Star greinir frá því í dag að Nemanja Vidic og Sir Alex Ferguson hafi lent í heiftarlegu rifrildi fyrir bikarleik Man. Utd og Leeds.

Vidic átti að byrja leikinn en var kippt úr byrjunarliðinu á elleftu stundu og spilaði ekki.

Ferguson sagðist ekkert vita hver staðan væri á Vidic rétt fyrir leikinn.

Serbinn stæðilegi hefur þráfaldlega verið orðaður við Barcelona og Real Madrid síðustu mánuði. Aðallega þar sem eiginkona Vidic er sögð vera ósátt í Manchester og vilji komast yfir á meginlandið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×