Fótbolti

Wenger: Of mikil pressa á HM-liðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sú gríðarlega pressa sem sett sé á leikmenn liðanna á HM hafi gert það að verkum að gæði fótboltans hafi ekki verið eins og hann hefði helst kosið.

Hann segir að þau lið sem geti spilað frábæran fótbolta detti í þá gryfju að verða of varkár í stað þess að spila eins og þau eiga að sér.

"Mér finnst gæði fótboltans á mótinu hafa verið misjöfn. Leikirnir í útsláttarkeppninni hafa sérstaklega verið óáhugaverðir lengstum," sagði Wenger.

"Liðin eru undir gríðarlegri pressu. Þau virtust hafa handbremsuna á ef fyrsta markið kom ekki snemma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×