Enski boltinn

Yossi Benayoun: Ancelotti vill fá mig fyrir næsta tímabil

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yossi Benayoun í leik á móti Chelsea.
Yossi Benayoun í leik á móti Chelsea. Mynd/AFP
Guardian segir frá því að Chelsea sé tilbúið að láta Joe Cole fara og ætli sér að fylla skarð hans með því að kaupa Yossi Benayoun frá Liverpool. Liverpool er þegar búið að hafna fjögurra milljóna punda í Ísraelann en áhugi Ancelotti er mikill á leikmanninum.

Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er búinn að sætta sig við það að Joe Cole sé að fara á frjálsri sölu í sumar og er því að leita sér að eftirmanni hans. Það er talið líklegast að Cole semji við Tottenham.

Liverpool vill frá sex milljónir punda fyrir þennan 30 ára sóknarmiðjumann sem skoraði 9 mörk í 42 leikjum með Liverpool á síðasta tímabili. Benayoun kom frá West Ham fyrir þremur árum en hann var ekki í náðinni hjá Rafael Benítez undir lok tímabilsins og hann vil sjálfur fara frá félaginu.

„Ancelotti vill fá mig fyrir næsta tímabil og nú stendur þetta allt og fellur með Liverpool," sagði Yossi Benayoun við Guardian. „Chelsea þarf reyndar að borga sex milljónir punda fyrir mig en ég trúi því að á endanum muni ég fara þangað," sagði Benayoun.

Yossi Benayoun hefur líka verið orðaður við AS Roma, Sevilla og Tottenham og því er afar ólíklegt að hann spili áfram á Anfield næsta tímabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×