Íslenski boltinn

Mun betri mæting á fyrstu umferðina en í fyrrasumar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
FH-ingar fjölmenntu á Vodafone-völlinn á mánudagskvöldið.
FH-ingar fjölmenntu á Vodafone-völlinn á mánudagskvöldið. Mynd/Stefán
Það var fín aðsókn að leikjum 1. umferðar Pepsi-deildar karla sem lauk í gær með fimm leikjum. Alls komu 8259 manns á leikina sex sem er mun betri mæting en í fyrra þegar 6885 manns létu sjá sig á fyrstu umferðina.

Það komu yfir 1400 manns á fjóra af sex leikjum fyrstu umferðarinnar þar á meðal 1412 á fyrsta heimaleik Selfyssinga í efstu deild en það var mikil bæjarhátíð á Selfossi í gærkvöldi þótt að úrslitin hafi ekki verið heimamönnum hagstæð.

Flestir áhorfendur mættu á leik KR og Hauka á KR-velli eða 2112 manns, 1796 manns voru á leik Vals og FH á Vodafone-vellinum á mánudagskvöldið og 1680 voru á leik Breiðabliks og Keflavíkur á Kópavogsvellinum í gær.

Meðalaðsókn á leikina sex var 1421 áhorfendi á hverjum leik en það er aðeins lakari aðsókn en á leiki fyrstu umferðar fyrir tveimur árum þegar 1455 manns mættu að meðaltali á leiki fyrstu umferðar.

Mæting á leiki í 1. umferð undanfarin áratug:

2010 8259 (1421 á leik)

2009 6885 (1147 á leik)

2008 8730 (1455 á leik)

2007 6950 (1390 á leik)

2006 7964 (1593 á leik)

2005 7885 (1577 á leik)

2004 7196 (1439 á leik)

2003 6488 (1298 á leik)

2002 7019 (1404 á leik)

2001 6903 (1381 á leik)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×