Enski boltinn

Walters: Getum unnið deildabikarinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Jon Walters, leikmaður Stoke, telur að liðið sé nægilega sterkt til að vinna ensku deildabikarkeppninna í ár.

Stoke vann keppnina síðast árið 1972 og komst í fjórðu umferð á síðasta tímabili. Liðir mætir Fulham í þriðju umferð keppninnar í kvöld.

„Ef við skoðum leikmannahópinn okkar má sjá að við eigum raunhæfan möguleika á því að fara alla leið," sagði Walters á heimasíðu félagsins.

„Bikarkeppnir eru frábærar fyrir okkur leikmenn því maður fær tækifæri til að gera eitthvað sérstakt og möguleika á því að vinna titil."

„Það þarf heppni líka við erum það góðir að við getum gert hvaða liði sem er erfitt fyrir. Það getur líka allt gerst í bikarkeppnum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×