Enski boltinn

Kenwyne Jones orðinn dýrasti leikmaður Stoke frá upphafi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kenwyne Jones fagnar hér marki með Sunderland.
Kenwyne Jones fagnar hér marki með Sunderland. Mynd/Getty Images

Kenwyne Jones, 25 ára framherji frá Trínidad og Tóbagó, er orðinn dýrasti leikmaður Stoke frá upphafi eftir að félagið keypti hann á 8 milljónir punda frá Sunderland í gærkvöldi.

Gamla metið átti þýski varnarmaðurinn Robert Huth en Stoke keypti hann á sex milljónir punda frá Middlesbrough í ágúst í fyrra.

Sunderland græddi tvær milljónir punda á leikmanninum því félagið keypti Jones á sex milljónir punda frá Southampton í ágúst 2007.

Kenwyne Jones lék þrjú tímabil með Sunderland, skoraði 7 mörk í 33 leikjum 2007-08, 10 mörk í 29 leikjum 2008-09 og loks 9 mörk í 32 leikjum í fyrra. Hann var valinn leikmaður ársins hjá Sunderland tímabilið 2007-08.

Kenwyne Jones gerði fjögurra ára samning við Stoke en hann hefur leikið áður með félaginu því Tony Pulis fékk hann lánaðann árið 2005. Jones kom þá á láni frá Southampton og skoraði þá 3 mörk í 13 leikjum með Stoke.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×