Enski boltinn

Houllier: Carew er heimskur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa.
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images
Gerard Houllier, stjóri Aston Villa, hefur svarað fyrir sig eftir að hann var gagnrýndur af hinum norska John Carew, leikmanni liðsins.

Samningur Carew rennur út í lok núverandi tímabils og sakaði Houllier um að bera ekki nægilega virðingu fyrir sér vegna ummæla stjórans um samningamál hans.

Houllier hefur nú svarað fyrir sig. „Ef hann vill fara í slag við mig um nýjan samning þá ætti hann að tala beint við mig en ekki í gegnum fjölmiðla," sagði Houllier.

„Framkoma hans er lítilvirðing við mig og þá stuðningsmenn félagsins sem syngja nafn mitt í hverri viku."

„Ég held að hann sé heimskur," bætti hann við. „Hvernig er hægt að segja svona lagað? Mig skorir ekki virðingu fyrir honum eða nokkrum öðrum."

„Ég var spurður hvort þetta væri gott tækifæri fyrir hann. Ég sagði já. Hvað hefði ég átt að segja? Nei?"

„Ég held að John sé fastur í fortíðinni. Hann ætti að skoða tölfræðina - hversu mikið hann hefur spilað og hversu mörg mörk hann hefur skorað."

„Ég efast ekki um hæfileika hans. Hann hefur verið óheppinn með meiðsli og veikindi. Ég veit hvað hann getur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×