Enski boltinn

Óskastaður Carlton Cole er Anfield

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Cole og Konchesky í baráttunni.
Cole og Konchesky í baráttunni. GettyImages
Liverpool leitar enn að vinstri bakverði og sóknarmanni. Hingað til hafa Carlos Salcido og Ola Toivonen taldir vera næstir því að ganga í raðir félagsins.

Eins og Vísir greindi frá í morgun er Paul Konchesky nú orðaður við Liverpool og Soccernet segir í dag að Liverpool nálgist Carlton Cole óðfluga.

Liverpool veitir ekki af því að laga hlutfall enskra leikmanna í hópnum sínum. Sóknarmaðurinn sterki hefur þann kost fram yfir Toivonen að þekkja ensku deildina vel, og jú að vera enskur.

Cole er leikmaður West Ham en Soccernet segir að Cole vilji fara til Liverpool frekar en Sunderland sem hefur einnig áhuga á honum.

West Ham vill 15 milljónir punda fyrir Cole.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×