Enski boltinn

Norski varnarmaðurinn tryggði Fulham sigur á Wigan

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Brede Hangeland fagnar hér sigurmarki sínu í dag.
Brede Hangeland fagnar hér sigurmarki sínu í dag. Mynd/GettyImages
Norðmaðurinn Brede Hangeland skoraði sigurmark Fulham í 2-1 sigri á Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag. Wigan er í harðri fallbaráttu og komst 1-0 yfir en Fulham svaraði með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Jason Scotland kom Wigan yfir á 34. mínútu og var það eftir gangi leiksins. Varamaðurinn Stefano Okaka Chuka jafnaði leikinn í upphafi seinni hálfleiks eftir sendingu Zoltan Gera en hann hafði komið inn á í hálfleik.

Varnarmaðurinn Brede Hangeland skoraði síðan sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu Damien Duff. Þetta var langþráður sigur hjá Fulham sem hafði tapað þremur leikjum í röð.

Wigan er fjórum stigum frá fallsæti en liðið á þessa leiki eftir: Portsmouth (Heima), Arsenal (Heima), West Ham (Úti), Hull (Heima) og Chelsea (Úti).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×