Enski boltinn

Stephen Ireland vill fá 373 milljónir fyrir að fara frá City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stephen Ireland.
Stephen Ireland. Mynd/AFP
Stephen Ireland er víst aðal fyrirstaðan í kaupum Manchester City á James Milner frá Aston Villa. Ireland átti að fylgja með í kaupunum en hann vill ekki fara frá City nema að fá væna fúlgu fyrir.

Manchester City hefur boðið Aston Villa 18 milljónir punda og Stephen Ireland í kaupbæti fyrir Milner en Ireland vill fá 2 milljónir punda eða 373 milljónir fyrir að fara frá félaginu.

Manchester City er ekki að taka vel í þessar kröfur Ireland sem er og verður ekki í náðinni hjá Roberto Mancini, stjóra liðsins.

Þrátt fyrir djúpa vasa eru forráðamenn Manchester City ekki tilbúnir í að láta eftir kröfum Stephen Ireland sem þeim finnst vont dæmi um hvernig leikmenn eru að reyna nýta sér sterka fjárhagsstöðu eigenda félagsins.

Stephen Ireland er 23 ára gamall og kom upp í gegnum unglingastarf félagsins. Hann lék sinn fyrsta leik með City árið 2005 og hefur því kynnst ýmsu á tíma sínum í aðalliðinu. Núverandi samingur hans gildir til ársins 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×