Enski boltinn

Balotelli: Ég er ekki óþekkur strákur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Balotelli verður númer 45 hjá City.
Balotelli verður númer 45 hjá City.

Ítalski framherjinn Mario Balotelli, sem Man. City var að kaupa frá Inter, segist ekki vera óþekktarpési eins og flestir halda.

Hann var kynntur til leiks í dag og hefur lofað að stofna ekki til neinna vandræða hjá City.

"Ég ekki óþekkur strákur. Ég er bara venjulegur gaur," sagði Balotelli sem var kominn í ónáð hjá stuðningsmönnum Inter áður en hann yfirgaf félagið.

Roberto Mancini, stjóri Man. City, á ekki von á öðru en Balotelli haldi sig á mottunni.

"Við erum allir sagðir vera óþekkir þegar við erum ungir. Ég hef unnið með Mario áður og hann er ósköp venjulegur strákur. Hann er aðeins tvítugur að aldri og hefur allt til að bera. Hann gæti orðið stórkostlegur leikmaður," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×