Enski boltinn

Zola hefur glatað trausti leikmanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Brasilíski framherjinn Ilan hjá West Ham segir að Gianfranco Zola sé ekki lengur við stjórn hjá West Ham. Hann hafi glatað trausti leikmanna og muni ekki vinna það aftur.

„Ég vil alls ekki tala illa um Zola því hann er góður maður. Stundum virkar það samt ekki að hafa þægilega menn í fótbolta. Ef þjálfari gefur leikmönnum of mikið frelsi munu þeir ekki hlýða til lengdar," sagði Ilan sem hefur skorað í síðustu tveim leikjum liðsins.

„Það er nákvæmlega þetta sem er að gerast núna. Sérstaklega hjá leikmönnunum sem tala ítölsku. Zola hefur misst stjórnina á leikmönnum liðsins og það er ómögulegt fyrir hann að ná stjórninni aftur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×