Enski boltinn

Terry, Lampard og Cole skelltu sér í West Ham-búninginn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tríóið sést hér á hliðarlínunni á Upton Park í gær.
Tríóið sést hér á hliðarlínunni á Upton Park í gær.

Stuðningsmenn Chelsea stukku líklega ekki hæð sína í fullum herklæðum í gær er þeir sáu John Terry, Frank Lampard og Joe Cole í búningi West Ham á Upton Park.

Tríóið var þangað komið til þess að taka þátt í góðgerðarleik fyrir Tony Carr sem hefur starfað fyrir knattspyrnuakademíu West Ham í 37 ár.

Þeir félagar fengu reyndar ekki leyfi til þess að spila leikinn en skelltu sér þó í West Ham-búninginn og stóðu í honum á hliðarlínunni.

Rio Ferdinand fékk aftur á móti leyfi til þess að spila og yfirgaf völlinn heill heilsu eftir 28 mínútur. Anton Ferdinand tók einnig þátt í leiknum sem og sjálfur Paolo DiCanio.

West Ham vann stjörnulið knattspyrnuakademíunnar, 5-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×