Enski boltinn

Torres heldur með Arsenal í toppbaráttunni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn spænski framherji Liverpool, Fernando Torres, segist halda með Arsenal í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar og segir að Arsene Wenger eigi skilið að standa uppi sem sigurvegari.

„Ég vil sjá Arsenal lyfta bikarnum. Arsenal á auðveldustu leikina eftir og Wenger á skilið að vinna deildina eftir það frábæra starf sem hann hefur unnið fyrir Arsenal," sagði Torres við Canal+.

Torres gæti hæglega haft áhrif á gang mála á toppnum því Liverpool á eftir að mæta Chelsea á Anfield.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×