Fótbolti

Henry slasaði markvörð er hann fagnaði marki

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Frakkinn Thierry Henry tókst að slasa markvörð Dallas FC á afar sérstakan hátt er hann lék með NY Red Bulls gegn Dallas.

Er Mehdi Ballouchy  hafði skorað mark fyrir Red Bulls ætlaði Henry að fagna með því að sparka boltanum aftur í netið.

Þá mætti markvörður Dallas í boltann á sama tíma og þeir spörkuðu á sama tíma í boltann með þeim afleiðingum að markvörðurinn meiddist í hnénu.

Henry sagði þetta hafa verið algjört slys og bað markvörðinn afsökunar í leikhléi.

"Hann setti fótinn út er ég sparkaði og þetta var kjánalegt slys," sagði Henry.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×