Enski boltinn

Holloway skipti út öllu byrjunarliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ian Holloway, stjóri Blackpool, gaf enska knattspyrnusambandinu langt nef í dag þegar hann gerði ellefu breytingar á liði sínu fyrir leikinn gegn West Ham. Leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Enska knattspyrnusambandið er að íhuga að sekta Holloway fyrir að gera tíu breytingar í leiknum á undan og Holloway varð brjálaður er hann heyrði það.

Hann sagði eftir leikinn í dag að hann réði því sjálfur hverjir spiluðu fyrir félagið hverju sinni.

"Ég hef fundið fyrir smá pressu í vikunni þar sem fólk er að skipta sér af liðsvali mínu. Nýju reglurnar eiga að leyfa mér að velja þá menn sem ég vil hverju sinni. Sérstaklega þegar ég hef eytt miklum pening í þá," sagði Holloway sem hótaði að hætta ef hann yrði sektaður fyrir að gera of miklar breytingar.

"Það er meira í þessu liði en Charlie Adam. Það er fullt af góðum mönnum í hópnum og vonandi get ég valið þá sem ég vil."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×