Kveikir fyrsti sigurinn í KR? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2010 08:00 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Vilhelm KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardalsvellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram. "2-0 undir og 16 mínútur eftir. Miðað við hvernig tímabilið var búið að vera hjá okkur þá var ekki líklegt að við myndum hafa heppnina með okkur á útivelli á móti Fram sem eru mjög góðir í vörn og að pakka. Þetta leit ekki vel út en við sýndum þvílíkan karakter og þetta er frábær sigur," sagði hetja KR-inga, Björgólfur Takefusa, sem skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili á lokakafalnum og tryggði KR 3-2 sigur á Fram. "Það kom viss kraftur með fyrsta markinu og það gaf okkur bensín. Eftir annað markið þá kom ekkert annað til greina en að klára þetta," sagði Björgólfur en þremur mínútum áður en hann jafnaði leikinn hafði Grétar Sigurðarson minnkað muninn með skalla eftir hornspyrnu. "Við áttum þetta inni því mér finnst við búnir að vera ótrúlega óheppnir í byrjun mótsins," sagði Björgólfur og nú segir hann KR-liðið sé mætt í mótið. "Þetta eru virkulega skemmtilegir sigrar og þetta getur kveikt í okkur. Við þurfum bara að nýta þennan sigur og í rauninni var mótið að byrja hjá okkur í dag. Nú verðum við að passa það að fylgja þessum leik eftir," sagði Björgólfur. Framarar voru örugglega farnir að sjá fyrir sér stöðutöfluna þegar leið og lokum leik liðsins í Laugardalnum í gær. Fram var 2-0 yfir og með ágæt tök á leiknum þegar aðeins sextán mínútur voru eftir. Liðið var því á leiðinni á toppinn í fyrsta sinn í 18 ár en á tíu mínútna kafla breyttist allt. Logi Ólafsson, þjálfari KR, tók þá mikla áhættu. Ekki með því að senda Gunnar Kristjánsson inn á völlinn heldur með því að fækka um einn í vörninni og spila bara með þrjá varnarmenn. KR-liðið var búið að jafna leikinn eftir fimm mínútur og skora síðan sigurmarkið sex mínútum síðar. "Það er fátt sem maður getur sagt eftir svona endakafla. Maður er bara drullusvekktur og pirraður," sagði Framarinn Jón Guðni Fjóluson sem átti góðan leik á miðjunni og kom Fram í 2-0 á 56. mínútu. "Við höfum verið að gera þetta sjálfir en erum ekki vanir að fá þetta á okkur. Ég veit ekki hvað gerist því mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum eftir að við komust í 2-0," segir Jón Guðni sem setur sökina á Framliðið. "Þetta var okkar klúður og við getum sjálfum okkur um kennt. Við hefðum samt getað komist á toppinn og það er leiðinlegt að nýta það ekki," sagði Jón Guðni. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
KR-ingar unnu fyrsta sigurinn í Pepsi-deild karla með dramatískum hætti á Laugardalsvellinum í gær þegar liðið skoraði þrjú mörk á síðustu fjórtán mínútum leiksins og tryggði sér 3-2 sigur á Fram. "2-0 undir og 16 mínútur eftir. Miðað við hvernig tímabilið var búið að vera hjá okkur þá var ekki líklegt að við myndum hafa heppnina með okkur á útivelli á móti Fram sem eru mjög góðir í vörn og að pakka. Þetta leit ekki vel út en við sýndum þvílíkan karakter og þetta er frábær sigur," sagði hetja KR-inga, Björgólfur Takefusa, sem skoraði tvö mörk með sex mínútna millibili á lokakafalnum og tryggði KR 3-2 sigur á Fram. "Það kom viss kraftur með fyrsta markinu og það gaf okkur bensín. Eftir annað markið þá kom ekkert annað til greina en að klára þetta," sagði Björgólfur en þremur mínútum áður en hann jafnaði leikinn hafði Grétar Sigurðarson minnkað muninn með skalla eftir hornspyrnu. "Við áttum þetta inni því mér finnst við búnir að vera ótrúlega óheppnir í byrjun mótsins," sagði Björgólfur og nú segir hann KR-liðið sé mætt í mótið. "Þetta eru virkulega skemmtilegir sigrar og þetta getur kveikt í okkur. Við þurfum bara að nýta þennan sigur og í rauninni var mótið að byrja hjá okkur í dag. Nú verðum við að passa það að fylgja þessum leik eftir," sagði Björgólfur. Framarar voru örugglega farnir að sjá fyrir sér stöðutöfluna þegar leið og lokum leik liðsins í Laugardalnum í gær. Fram var 2-0 yfir og með ágæt tök á leiknum þegar aðeins sextán mínútur voru eftir. Liðið var því á leiðinni á toppinn í fyrsta sinn í 18 ár en á tíu mínútna kafla breyttist allt. Logi Ólafsson, þjálfari KR, tók þá mikla áhættu. Ekki með því að senda Gunnar Kristjánsson inn á völlinn heldur með því að fækka um einn í vörninni og spila bara með þrjá varnarmenn. KR-liðið var búið að jafna leikinn eftir fimm mínútur og skora síðan sigurmarkið sex mínútum síðar. "Það er fátt sem maður getur sagt eftir svona endakafla. Maður er bara drullusvekktur og pirraður," sagði Framarinn Jón Guðni Fjóluson sem átti góðan leik á miðjunni og kom Fram í 2-0 á 56. mínútu. "Við höfum verið að gera þetta sjálfir en erum ekki vanir að fá þetta á okkur. Ég veit ekki hvað gerist því mér fannst við vera komnir með tökin á leiknum eftir að við komust í 2-0," segir Jón Guðni sem setur sökina á Framliðið. "Þetta var okkar klúður og við getum sjálfum okkur um kennt. Við hefðum samt getað komist á toppinn og það er leiðinlegt að nýta það ekki," sagði Jón Guðni.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira