Íslenski boltinn

Umfjöllun: Blikarnir kláruðu Fylki á fimm mínútum

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk í kvöld.
Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk í kvöld.
Breiðablik tryggði sér þrjú stig í Árbænum í kvöld eftir frábæran síðari hálfleik en leiknum lauk með, 2-4, sigri gestanna. Blikar skoruðu þrjú í upphafi síðari hálfleiks og þar með slökktu í heimamönnum. Heimamenn í Fylki tóku forystuna strax eftir korter en þá skoraði Albert Brynjar Ingason úr stuttu færi eftir sendingu Kjartans Breiðdal. Gestirnir jöfnuðu metin þegar hálftími var liðinn en þá skoraði Olgeir Sigurgeirsson með góðu skoti í fjærhornið frá vítateigspunkti eftir sendingu frá Kristni Jónssyni. Staðan var jöfn í leikhlé 1-1. Alfreð Finnbogason lét til sín taka í byrjun síðari hálfleiks en hann skoraði annað og þriðja mark Blika með stuttu millibili og kom Blikunum í góða stöðu. Kristinn Steindórsson skoraði svo fjórða markið og gestirnir búnir að skora þrjú mörk á aðeins rúmum fimm mínútum. En þá komst Olgeir Sigurgeirsson einn inn fyrir sem lagði boltann á félaga sinn Kristinn Steindórsson og hann átti í engum vandræðum með að leggja boltann í autt markið. Staðan 1-4. Heimamenn fengu víti í kjölfarið en Albert Ingason fór á punktinn og Ingvar Kale varði frábærlega frá honum í marki Breiðabliks. Ingimundur Níels minnkaði svo muninn í uppbótartíma með fínu skoti innan teigs en þar við sat. Sannfærandi sigur Blika sem mættu eins og nýtt lið til baka í síðari hálfleik og kláruðum leikinn glæsilega. Fylkir - Breiðablik 2-4 (1-1) 1-0 Albert Brynjar Ingason (15.) 1-1 Olgeir Sigurgeirsson (31.) 1-2 Alferð Finnbogason (56.) 1-3 Alferð Finnbogason (59.) 1-4 Kristinn Steindórsson (61.) 2-4 Ingimundur Níels Óskarsson (92.) Skot (á mark): 9-10 (5-6) Varin skot: Fjalar 2 - Ingvar 3 Horn: 4-3 Aukaspyrnur fengnar: 12-9 Rangstöður: 4-6 Dómari: Gunnar Jarl Jónsson 6 Áhorfendur: 1144 Fylkir (4-3-3) Fjalar Þorgeirsson 5 Kristján Valdimarsson 4 Þórir Hannesson 4 (75. Tómas Þorsteinsson -) Valur Fannar Gíslason 5 Andrés Már Jóhannesson 5 (60. Ásgeir Arnþórsson 4) Ólafur Stígsson 6 Einar Pétursson 5 Ingimundur Níels Óskarsson 6 Kjartan Ágúst Breiðdal 5 (60. Jóhann Þórhallsson 4) Pape Mamadou Faye 4 Albert Brynjar Ingason 6 Breiðablik (4-3-3) Ingvar Þór Kale 7 Finnur Orri Margeirsson 6 Elfar Freyr Helgason 6 Kári Ársælsson 6 Arnór Sveinn Aðalsteinsson 6 Guðmundur Kristjánsson 7 Olgeir Sigurgeirsson 8 (75. Andri Rafn -) Kristinn Steindórsson 7 Jökull Elísabetarson 6 (75. Haukur Baldvinsson -) Kristinn Jónsson 7 Alfreð Finnbogason 8 - Maður leiksins (70. Guðmundur Pétursson -)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×