Enski boltinn

Ballack vill vera áfram hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Ballack í leik með Chelsea.
Michael Ballack í leik með Chelsea. Nordic Photos / Getty Images

Michael Ballack segir að það sé hans fyrsti kostur að vera áfram í herbúðum Englandsmeistara Chelsea.

Samningur Ballack við félagið rennur út í sumar og telur Ballack að hans mál komist á hreint á næstu vikum.

„Minn fyrsti kostur er að vera áfram hjá Chelsea," sagði Ballack í samtali við þýska fjölmiðla. „Við höfum verið í sambandi. Stjórinn vill fyrst ræða öll leikmannamál innan félagsins og svo verður haft samband við leikmennina sjálfa."

Ballack mun ekki spila með Þýskalandi á HM í sumar þar sem hann meiddist á ökkla í bikarúrslitaleiknum við Portsmouth um helgina.

„Ég mun ekki láta landsliðsferilinn minn enda á þessum nótum - út af einni tæklingu. Ég sagði aldrei að ég ætlaði að hætta að spila með landsliðinu eftir HM. Ég vil halda áfram að spila með þeim bestu og mun íhuga mín mál á næstu vikum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×