Fótbolti

Sif hélt fyrirliðabandinu en Saarbrücken tapaði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sif Atladóttir.
Sif Atladóttir. Mynd/ÓskarÓ
Sif Atladóttir og félagar í 1. FC Saarbrücken töpuðu í morgun 1-3 fyrir Hamburger SV á heimavelli í þýsku deildinni eftir að hafa verið 1-0 yfir í hálfleik.

Það kemur fram í frétt um leikinn á netsíðunni fótbolti.net að Sif hafi haldið fyrirliðabandinu þó svo að bæði aðal- og varafyrirliði liðsins hafi komið aftur inn í liðið eftir meiðsli.

Hamburger SV komst upp úr fallsæti með þessum fyrsta sigri sínum á timabilnu en Saarbrücken var fyrir leikinn búið að vinna tvo leiki og tapa tveimur. Liðið sat í 5.sæti en mun falla neðar í töflunni þegar hinum leikjum dagsins líkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×