Holland í úrslit á HM Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. júlí 2010 20:22 Sneijder fagnar hér marki sínu í kvöld. Holland bókaði í kvöld farseðilinn í úrslitaleik HM í Suður-Afríku er liðið vann sanngjarnan sigur á Úrúgvæ, 3-2. Fyrsta færi leiksins kom strax á 4. mínútu. Dirk Kuyt fékk þá nægan tíma í teignum en skot hans fór yfir markið. Þarna hefði Kuyt átt að gera mikið betur. Leikurinn var frekar rólegur eftir þetta og það var nákvæmlega ekkert að gerast þegar bakvörðurinn Giovanni Van Bronckhorst lét vaða á markið af um 35 metra færi. Hann hitti boltann fullkomlega því hann fór nánast í samskeytin og þaðan í netið. Algjört draumamark sem kom á 18. mínútu leiksins. Úrúgvæar voru í vandræðum með að byggja upp sóknir og gekk þess utan ekki vel að koma Diego Forlan inn í leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Forlan þó boltann á miðjum vallarhelmingi Hollands. Hann fékk tíma til þess að koma sér í skotfæri utan teigs. Þessi frábæri skotmaður lét vaða og boltinn kom í miklum sveig á mitt markið og í netið. Stekelenburg misreiknaði flug boltans og hefði líklega átt að gera betur. 1-1. Síðari hálfleikur var stál í stál þó svo Hollendingar væru meira með boltann. Fyrsta markverða sem gerðist í seinni hálfleik var þegar Stekelenburg varð aukaspyrnu Forlan afar vel á 67. mínútu. Það vaknaði líf eftir aukaspyrnu Forlan því aðeins mínútu síðar komst Van der Vaart í dauðafæri sem var varið. Boltinn barst til Robben en skot hans var slakt og yfir markið. Hollendingar fylgdu því eftir og á 70. mínútu kom Wesley Sneijder Hollendingum yfir með heppnismarki. Hann átti þá skot í teignum sem fór í varnarmann Úrúgvæ og af varnarmanninum lak boltinn í fjærhornið. Hollendingar voru ekki hættir því þrem mínútum síðar stangaði Arjen Robben boltann smekklega í netið eftir sendingu Dirk Kuyt. Úrúgvæ virtist vera búið að gefast upp þegar Maxi Pereira skoraði fyrir Úrúgvæ í uppbótartíma. Rúm mínúta eftir og allir fram hjá Úrúgvæ. Tíminn þó of naumur en Úrúgvæ var ansi nálægt því að jafna. Holland-Úrúgvæ 3-2 1-0 Giovanni Van Bronckhorst (18.) 1-1 Diego Forlan (41.) 2-1 Wesley Sneijder (70.) 3-1 Arjen Robben (73.) 3-2 Maxi Pereira (90.+1) HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira
Holland bókaði í kvöld farseðilinn í úrslitaleik HM í Suður-Afríku er liðið vann sanngjarnan sigur á Úrúgvæ, 3-2. Fyrsta færi leiksins kom strax á 4. mínútu. Dirk Kuyt fékk þá nægan tíma í teignum en skot hans fór yfir markið. Þarna hefði Kuyt átt að gera mikið betur. Leikurinn var frekar rólegur eftir þetta og það var nákvæmlega ekkert að gerast þegar bakvörðurinn Giovanni Van Bronckhorst lét vaða á markið af um 35 metra færi. Hann hitti boltann fullkomlega því hann fór nánast í samskeytin og þaðan í netið. Algjört draumamark sem kom á 18. mínútu leiksins. Úrúgvæar voru í vandræðum með að byggja upp sóknir og gekk þess utan ekki vel að koma Diego Forlan inn í leikinn. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik fékk Forlan þó boltann á miðjum vallarhelmingi Hollands. Hann fékk tíma til þess að koma sér í skotfæri utan teigs. Þessi frábæri skotmaður lét vaða og boltinn kom í miklum sveig á mitt markið og í netið. Stekelenburg misreiknaði flug boltans og hefði líklega átt að gera betur. 1-1. Síðari hálfleikur var stál í stál þó svo Hollendingar væru meira með boltann. Fyrsta markverða sem gerðist í seinni hálfleik var þegar Stekelenburg varð aukaspyrnu Forlan afar vel á 67. mínútu. Það vaknaði líf eftir aukaspyrnu Forlan því aðeins mínútu síðar komst Van der Vaart í dauðafæri sem var varið. Boltinn barst til Robben en skot hans var slakt og yfir markið. Hollendingar fylgdu því eftir og á 70. mínútu kom Wesley Sneijder Hollendingum yfir með heppnismarki. Hann átti þá skot í teignum sem fór í varnarmann Úrúgvæ og af varnarmanninum lak boltinn í fjærhornið. Hollendingar voru ekki hættir því þrem mínútum síðar stangaði Arjen Robben boltann smekklega í netið eftir sendingu Dirk Kuyt. Úrúgvæ virtist vera búið að gefast upp þegar Maxi Pereira skoraði fyrir Úrúgvæ í uppbótartíma. Rúm mínúta eftir og allir fram hjá Úrúgvæ. Tíminn þó of naumur en Úrúgvæ var ansi nálægt því að jafna. Holland-Úrúgvæ 3-2 1-0 Giovanni Van Bronckhorst (18.) 1-1 Diego Forlan (41.) 2-1 Wesley Sneijder (70.) 3-1 Arjen Robben (73.) 3-2 Maxi Pereira (90.+1)
HM 2010 í Suður-Afríku Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Sjá meira