Enski boltinn

Man. City slátraði Brimingham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez kemur City á bragðið í dag.
Tevez kemur City á bragðið í dag.

Manchester City styrkti stöðu sína í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar enn frekar í dag með stórsigri, 5-1, á Birmingham.

Leikurinn var æði skrautlegur. Það var ekki skorað fyrr en á 38. mínútu er Carlos Tevez kom City yfir úr vítaspyrnu en þá komu líka fjögur mörk á fimm mínútum.

Nedum Onuoha kom City í 2-0 tveim mínútum eftir marki Tevez. Cameron Jerome minnkaði muninn mínútu síðar og mínútu eftir það kom Emmanuel Adeabayor City í 3-1.

Onuoha og Adebayor bættu svo báðir við mörkum í síðari hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×