Enski boltinn

Schwarzer biður Fulham um að leyfa sér að fara til Arsenal

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
GettyImages
Mark Schwarzer vonast eftir því að ganga í raðir Arsenal í sumar. Hann hefur þegar farið á leit við þess við forráðamenn Fulham að hann megi fara.

Schwarzer er metinn á um fjórar milljónir punda af félaginu en hann er orðinn 37 ára gamall.

"Ég vil að þetta gerist," sagði Schwarzer við ástralska fjölmiðla.

"Ég er búinn að tala við Mark Hughes, vonandi gengur þetta upp," sagði markmaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×