Fótbolti

Brassar reyna að róa FIFA - Varla byrjaðir að byggja fyrir HM 2014

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Úrslitaleikurinn 2014 verður á Maracana leikvangnum.
Úrslitaleikurinn 2014 verður á Maracana leikvangnum. GettyImages
Skipuleggjendur fyrir HM í Brasilíu árið 2014 segja að undirbúningur sé í góðum farvegi. Aðeins tveir mánuðir eru síðan FIFA gagnrýndi skipulagið opinberlega. FIFA sagði að margt sem ætti að vera klárt nú þegar sé það ekki. "Það eru engin vandamálí gangi," segir Ricvardo Texeira, forseti brasilíska knattspyrnusambandsins. Sex ár eru síðan Brasilía var valin til að halda HM 2014 en varla er byrjað að byggja nýja velli eða lagfæra þá gömlu. Þá viðurkenndi Texeira einnig að öryggismál yrðu mjög erfið þar sem glæpatíðni í Brasilíu er mjög há.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×